Óskalögin við orgelið með Jóni Bjarnasyni
lau., 25. maí
|Selfoss
Loksins eftir langt hlé verður hægt að syngja Óskalögin við Orgelið í Skálholtsdómkirkju. Hægt verður að velja úr fjölbreyttum lista laga sem Jón Bjarnason organisti spilar á orgelið. Textum verður varpað upp svo hægt verður að syngja með. Aðgangur ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum.


Tími og staðsetning
25. maí 2024, 17:00 – 18:00
Selfoss, Skálholt
Um viðburðinn
Loksins, loksins höldum við Óskalögin við Orgelið, viðburðinn sem beðið hefur verið eftir!
Jón Bjarnason okkar besti organisti mun setjast við orgelið í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 25. maí kl 17:00 og spila óskalögin okkar.
Fólk getur valið um 100 lög af lista og hægt verður að fylgjast með texta á skjá svo hægt sé að syngja með.
Aðgangur ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í Flygilsjóð Skálholtsdómkirkju. Hægt er að leggja beint inn á sjóðinn með millifærslu: 0133-15-1647, kt 610172-0169.
Verið velkomin og takið endilega afa og ömmur, börn og barnabörn með, öll munu finna eitthvað við sitt hæfi.
Veitingastaðurinn Hvönn er opinn og um að gera að fá sér veitingar þar í tengslum við viðburðinn.