top of page

sun., 15. sep.

|

Skálholtsdómkirkja

Messa sunnudaginn 15. september

Messa sunnudagurinn 15 sept kl 11. Sönghópurinn Spectrum syngur

Messa sunnudaginn 15. september
Messa sunnudaginn 15. september

Tími og staðsetning

15. sep. 2024, 11:00 – 12:00

Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland

Um viðburðinn

Messa sunnudaginn 15. september, sönghópurinn Spectrum syngur.

Sönghópurinn Spectrum syngur ýmis lög úr eigin smiðju við messu í Skálholtskirkju kl. 11 sunnudaginn 15. september. Spectrum er gæðakór sem hefur náð að breyta skilgreiningunni á því hvað kór er og getur gert. Í hópnum er kraftmikið söngfólk á öllum aldri, úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, sem hefur starfað frá árinu 2003. Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona sem er vel þekkt í íslensku tónlistarlífi. Spectrum hefur komið víða fram, heldur vor- og jólatónleika á hverju ári og syngur gjarnan á Menningarnótt, á aðventunni og við ýmis önnur tækifæri. Spectrum hefur náð góðum árangri í kórakeppni heima og erlendis og efnir til margvíslegs samstarfs við aðra kóra og tónlistarmenn. Á allra síðustu árum hefur Spectrum t.d. unnið með Paul Phoenix, Michael McGlynn og Eric Whitacre, en verk þeirra allra hafa hlotið hin eftirsóttu Grammy-verðlaun.

Deila viðburði

bottom of page