Messa á Uppstigningadag í Skálholtsdómkirkju kl 14:00
fim., 09. maí
|Skálholtsdómkirkja
Á uppstigningardag þann 9. maí 20024 kl. 14 er messa í Skálholtsdómkirkju í samstarfi við félag eldri borgara í Biskupstungum. Prestsþjónustu sinnir sr. Axel Á Njarðvík. Organisti er Jón Bjarnason. Kaffi og vöfflur í boði kirkjunnar eftir messuna.
Tími og staðsetning
09. maí 2024, 14:00 – 15:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt
Um viðburðinn
Á uppstigningardag þann 9. maí 20024 kl. 14 er messa í Skálholtsdómkirkju í samstarfi við félag eldri borgara í Biskupstungum.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sem nýverið hefur gefið út bókina Einmana - tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar, mun flytja hugleiðingu í messunni. Prestsþjónustu sinnir sr. Axel Á Njarðvík. Organisti er Jón Bjarnason.
Herra Pétur Sigurgeirsson biskup lagði til á kirkjuþingi árið 1982 að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og sá dagur myndi verða á uppstigningardag. Flestum er nú gleymt hvað herra Pétri var í huga þegar að inntaki dagsins væri þannig breytt. Á degi aldraðra taka margir eldri borgarar virkan þátt í messunni, m.a. með því að lesa ritningarlestra, flytja prédikun og syngja.
Fjölskyldum gefst tækifæri til að eiga saman hátíðarstund í kirkjunni sinni og að lokinni guðsþjónustu er víða boðið upp á veitingar. Uppstigningardagur í kristninni er upphafið að nýjum tíma, nýrri öld, nýjum möguleikum, nýju lífi. Þannig ætti þessi dagur líka að verka í okkar lífi. Hann ætti að vera dagur umbreytingar í lífi okkar.
Kaffi og vöfflur í boði kirkjunnar eftir messuna.