top of page

lau., 20. júl.

|

Skálholtsskóli

Málþing um frið og von fyrir botni Miðjarðarhafsins

Seminar á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Málþing um frið og von fyrir botni Miðjarðarhafsins
Málþing um frið og von fyrir botni Miðjarðarhafsins

Tími og staðsetning

20. júl. 2024, 10:00 – 12:00

Skálholtsskóli, Skálholt, Ísland

Um viðburðinn

Seminar sem er öllum opið um vonina og frið fyrir botni Miðjarðarhafsins á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Fyrirlesarar eru dr. Munther Isaac, prestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem, og

dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í

Massachusetts í Bandaríkjunum, auk Ólafar Ragnarsdóttur, fréttamanns RÚV.

Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar setur

málþingið og gerir grein fyrir starfi stofnunarinnar. 

Málstofustjóri er sr. Matthildur Bjarnadóttir.

Lengi var unnið að því að fá dr. Munther Isaac til landsins í eigin persónu á Skálholtshátíð en vegna algjörlega óviðráðanlegra og mjög erfiðra aðstæðna í Palestínu er skipulagið þannig að hann mun flytja fyrirlestur sitt í fjarfundi og svara spurningum í pallborði á teams.

Fyrri hluti málþingsins verður því á ensku með Munter Isaac en síðari hlutinn með erindi Magnúsar Þorkells og Ólafar Ragnarsdóttur verður á íslensku. Erindi, viðbrögð og pallborð.

Deila viðburði

bottom of page