Málþing í tilefni 350. ártíðar Brynjólfs biskups Sveinssonar
fös., 18. júl.
|Hótel Skálholt, fyrirlestrarsalur
Málþing í tilefni 350. ártíðar Brynjólfs biskups og útgáfu bókar um ævi hans og störf eftir dr. Torfa K. Stefánsson Hjaltalín. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Hótels Skálholts á Skálholtshátíð föstudag 18. júlí kl. 13-15.


Tími og staðsetning
18. júl. 2025, 13:00
Hótel Skálholt, fyrirlestrarsalur, Skálholt, Bláskógabyggð, Ísland
Um viðburðinn
Málþing í tilefni 350. ártíðar Brynjólfs biskups Sveinssonar og útgáfu bókar um Brynjólf, ævi hans og störf eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín.
Fyrirlesarar eru dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus, dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, og dr. Torfi Hjaltalín, höfundur bókarinnar um Brynjólf biskup og Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem einnig leiðir Ragnheiðargöngu eftir kaffi.
Dr. Hjalti fjallar um Brynjólf biskup sem íkon og um samtíð hans, dr. Margrét fjallar um handritin og söfnun Brynjólfs á þeim, dr. Torfi fjallar um helstu niðurstöður í bók sinni um Brynjólf og Friðrik fjallar um Brynjólf og Ragnheiði dóttur hans, örlög og ævi.
Kaffihlé kl 15.00
Ragnheiðarganga verður eftir kaffi undir leiðsögn Friðriks Erlingssonar, rithöfundar og formanns Oddafélagsins, og fróðleikur á röltinu um verk og minjar er tengjast Brynjólfi.
Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Hótel Skálholts og er öllum opið. Enginn aðgangseyrir og kaffið er í boði vígslubiskupsins í Skálholti og Skálholtsfélagsins hins nýja.