Kyrrðardagar á aðventu 6.- 8. des. "Ég opna hlið míns hjarta þér."
fös., 06. des.
|Skálholt
Kyrrðardagar við upphaf aðventu. Hefst föstudagskvöldið 6. des. á Nikulásarmessu og endar með aðventumessu 8. des. "Að opna hlið hjartans" er sótt í sálm Helga Hálfdánarsonar. Heilnæmur inngangur jóla. Fastað uppá hvítt, helgihald, íhugun, útivera og heilög kyrrð. Skráningu lýkur 1. nóvember.
Tími og staðsetning
06. des. 2024, 18:00 – 08. des. 2024, 13:00
Skálholt, Skálholt, 806 Selfoss, Ísland
Um viðburðinn
Kyrrðrdagar á aðventu eiga áratuga hefð í Skálholti og hafa lengi notið leiðsagnar vígslubiskups á hverjum tíma. Sr. Kristján Björnsson leggur upp með íhuganir og leiðir helgihald ásamt Jóni Bjarnasyni, organista, og sóknarpresti, sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur. Dvalið er í Skálholtsbúðum sem hafa verið gerðar upp síðustu misseri. Helgihaldið er Skálholtsdómkirkju og í Oddsstofu. Máltíðir eru bæði á Veitingastaðnum Hvönn (Skálholtsskóla) og í Búðunum. Íhuganir eru í kapellusalnum í Skálholtsskóla og í Oddsstofu. Gengið er á milli og gefur það færi á meiri útiveru en verið hefur. Í boði er stutt pílagrímaganga ofan að Stekkatúni við Hvítá undir leiðsögn ef veður leyfir.
Gengið inní kyrrð sem er djúp og rík í hefð sem kallast kristin íhugun og íhygli. Hugurinn er vakinn og hjartað líka. Umhverfið er dásamlegt og mjög friðsælt. Við þær aðstæður er gott að geta líka þegið einkaviðtal við prest og einnig sálgæsluviðtal en það er einfaldlega bókað…