Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn - sunnudag kl 16.00
sun., 27. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn halda tónleika í Skálholtsdómkirkju næstkomandi sunnudag, 27. júlí, kl. 16.00. Aðgangseyrir er kr. 3000 og/eða frjáls framlög sem renna óskipt í flygilsjóð Skálholtskirkju.


Tími og staðsetning
27. júl. 2025, 16:00 – 17:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Ísland
Um viðburðinn
Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn halda tónleika í Skálholtsdómkirkju næstkomandi sunnudag, 27. júlí, kl. 16.00. Aðgangseyrir, kr. 3000, og/eða frjáls framlög, renna óskipt í flygilssjóð Skálholtsdómkirkju.
Tónleikarnir eru lokaundirbúningur kóranna fyrir heimsókn á Íslendingaslóðir í Bandaríkjkunum og Kanda, og þátttöku í hátíðarhöldum vegna 150 ára afmælis landnáms Íslendinga í Gimli.
Á efnisskrá tónleikanna, sem bera heitið „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót“, eru karlakórsperlur úr ýmsum áttum, ættjarðar- og þjóðsöngvar, í samræmi við tilefnið vestanhafs.
Öll hjartanlega velkomin