top of page

sun., 21. júl.

|

Skálholtsdómkirkja

Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju

Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju kl. 14. Skálholtshátíð í 75 ár. „Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins. Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.“

Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju
Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju

Tími og staðsetning

21. júl. 2024, 14:00 – 15:00

Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland

Um viðburðinn

Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju. Skálholtshátíð 1949 –2024. Yfirskriftin "Ávöxtur friðar er okkar ljós," er fengin úr minnisversum dagsins: „Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins. Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.“ (Ef 5.8b-9). Einnig gullna reglan og þrönga hliðið. (Matt. 7.12-14). Skrúðfylking Skálholtskórsins, lesara, djákna, presta og biskupa er frá garðskála Skálholtsskóla líkt og venja er til. Undir upphafssálmi í messunni ganga pílagrímar til kirkju að skírnarsánum þar sem vígslubiskup tekur á móti þeim með minningu skírnarinnar, syndajátningu og friðarkveðju.  Skálholtskórinn syngur. Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason. Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sr. Axel Á. Njarðvík, sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur, djákna, sr. Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur og frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Lesarar eru Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins hin nýja, og Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Eftir messuna býður Skálholtsstaður uppá kirkjukaffi á veitingastaðnum Hvönn á hótel Skálholti, Skálholtsskóla. Skálholtshátíð hefur verið haldin samfellt frá þeirri fyrstu árið 1949 og féll ekki niður í heimsfaraldrinum. Um aldir var Þorláksmessa á sumar, 20. júlí, ein af mestu hátíðum landsmanna eða allt frá skrínlagningu Þorláks helga Þórhallssonar 20. júlí 1198. Eftir að Skálholtshátíð hófst um miðja síðustu öld hefur hún verið haldin sem næst Þorláksmessu á sumar. 

Deila viðburði

bottom of page