Hátíðarmessa á Skálholtshátíð sunnudag kl 14.00
sun., 20. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Hátíðarmessan verður sunnudaginn 20. júlí, sem er Þorláksmessa á sumar, kl. 14. Skálholtskórinn syngur og Jón Bjarnason er organistinn. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt leikum og lærðum. Pílagrímar ganga til kirkju í upphafi messunar.


Tími og staðsetning
20. júl. 2025, 14:00 – 15:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Ísland
Um viðburðinn
Hátíðarmessan verður sunnudaginn 20. júlí, sem er Þorláksmessa á sumar, kl. 14. Hefst hún með inngöngu pílagríma sem gengið hafa dagana á undan til Skálholts með leiðsögn sr. Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests að Reynivöllum í Kjós. Skálholtskórinn syngur og Jón Bjarnason er organistinn. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt leikum og lærðum. Skálholtskórinn, leikmenn, djáknar, prestar og biskupar ganga í skrúðfylkingu til hátíðarmessunnar. Meðal þeirra sem koma að þjónustunni eru dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir, sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði, sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar í Reykjavík, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, Bergþóra Ragnarsdóttir, djákni í Skálholti, sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur í Reykjavík, sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, og frú Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands.
Eftir messu býður Skálholtsstaður öllum í kirkjukaffi á Hótel Skálholti og veitingastaðnum Hvönn. Strax eftir kaffi hefst hátíðardagskrá.
Hér má sjá nokkrar myndir frá Skálholtshátíð 2024 sem Páll M Skúlason…