Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju kl. 16
sun., 21. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju með erindi forseta Íslands, ávörpum og tónlist. „Ávöxtur friðar er okkar ljós.“
Tími og staðsetning
21. júl. 2024, 16:00 – 17:30
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
Um viðburðinn
Hátíðardagskrá á Skálholtshátíð sunnudaginn 21. júlí kl. 16
Hátíðarerindi Skálholtshátíðar flytur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Gísli Stefánsson, bariton, syngur einsöng og Skálholtskórinn syngur undir
stjórn Jóns Bjarnasonar, organista. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp.
Menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flytur ávarp.
Flutt verður stutt ágrip af sögu Skálholtshátíðar í 75 ár.
Vígslubiskup stýrir dagskrá og flytur fréttir af Bókhlöðu Skálholts, Prentsögusetur Íslands í Skálholti, Gestastofunni og merkingum á Þorláksleið.