Fornleifaskóli barnanna laugardag kl 13.00
lau., 19. júl.
|Skálholtsdómkirkja
Fornleifaskóli barnanna undir leiðsögn Heiðrúnar Einarsdóttur leiðsögumanns. Börnin fá fræðslu um þá ýmsu gripi sem hafa fundist í Skálholti og skoða steinkistu Páls Jónssonar og fornleifasvæðið sunnan við kirkjuna. Fræðslan hentar börnum 6-12 ára og eru foreldrar beðnir að fylgja börnunum.


Tími og staðsetning
19. júl. 2025, 13:00 – 14:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Bláskógabyggð, Ísland
Um viðburðinn
Fornleifaskóli barnanna verður undir leiðsögn Heiðdísar Einarsdóttur hefst á kirkjutröppum Skálholtskirkju laugardaginn 19. júlí kl 13.00.
Heiðrún Einarsdóttir kynnir ýmsar fornleifar og gripi sem fundist hafa í Skálholti. Fornleifauppgröftur hefur farið fram í Skálholti árin 1954 - 1958 og á árunum 2002-2007. Heiðdís kynnir börnunum þær fornleifar sem hafa fundist m.a. steinkistu Páls Jónssonar, ýmsa legsteina og undirgöngin. Einnig fornleifasvæðið sem sýnir húsaskipan á 17 og 18 öld í Skálholti. Heiðdís fjallar um þá gripi sem fundust við þann uppgröft og sýnir börnunum graffiti frá skólapilti sem ritaði nafn sitt á steinhleðslu.
Eftir fræðsluna fá svo að grafa eftir fornleifum í fornleifaskóla barnanna.
Fræðslan hentar börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Vinsamlegast fylgið börnunum á meðan fræðslunni stendur.
Mæting við kirkjuna.
Hér má sjá nokkar myndir af fornleifaskóla barnanna frá árinu 2024: