top of page

Tónlistarlíf í Skálholtskirkju

Jón Bjarnason organisti

Jón Bjarnason er kantororganisti Skálholtsdómkirkju og hefur starfað síðan árið 2009. Áður var hann organisti í Seljakirkju í Reykjavík. Hann er einnig kórstjóri Skálholtskórsins og Söngkórs Miðdalskirkju. Jón sér um organleik við messur í Skálholtsprestakalli en þar eru samtals 10 kirkjur.

Jón útskrifaðist með kantorsprófi árið 2003 frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og einleiksáfanga frá sama skóla árið 2006. Einnig lauk hann diplómu í orgelleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Bine Bryndorf veturinn 2011-2012.

Netfang Jóns er jon@skalholt.is

Sími: 6918321

Jón Bjarnason (1)_edited.jpg

Skálholtskórinn

Kórinn hefur það hlutverk að leiða söfnuðinn í fjölbreyttum söng við hátíðleg tækifæri. Skálholtskórinn tekur þátt í reglulegu tónleikahaldi í Skálholtskirkju við jól, páska, við menningardagskrár kirkjunnar og á hátíðartónleikum á Skálholtshátíð.   Skálholtskórinn samanstendur af íbúum og sveitungum úr Skálholtsprestakalli á öllum aldri sem njóta þess að syngja, hafa gaman og taka þátt í starfi safnaðarins á lifandi og uppbyggjandi hátt. 

Jón Bjarnason organisti er stjórnandi kórsins. 

Kóræfingar eru haldnar á þriðjudagskvöldum kl 20:00 - 22:00. Þegar mikið stendur til er æfingum bætt við.

Ávallt er tekið á móti nýjum röddum í Skálholtskórinn. Vinsamlegast setjið ykkur í samband við Jón Bjarnason organsista í síma 691 8321 eða á netfangið jon@skalholt.is

Skálholtshátíð (9).jpg

Óskalögin við orgelið

Óskalögin við orgelið eru tónleikar Jóns Bjarnasonar organista þar sem hann býður áhorfendum að taka þátt í tónleikunum með því að velja næsta lag. Gestir geta valið úr yfir 100 lögum, sálmum, sönglögum, popp og rokk lögum eða þjóðsöng Tungnamanna Kristján í Stekkholti. Gestir eru hvattir til að syngja með en textum laganna er varpað upp á vegg á meðan á tónleikunum stendur. 

Öll eru velkomin á Óskalögin og er ókeypis inn. Tónleikagestir eru hvattir til að leggja frjáls framlög í Flygilsjóð Skálholtskirkju, en um þessar mundir stendur yfir söfnun til kaupa á flygli í kirkjuna. Hægt er að greiða með pening eða korti.

Einnig má leggja inná sjóðinn á reikning 0133-15-1647,  kt 610172-0169.

Óskalögin.jpg

Flygilsjóður

Um þessar mundir stendur yfir söfnun til kaupa á flygli í kirkjuna. 

Einnig má leggja inná sjóðinn á reikning 0133-15-1647,  kt 610172-0169.

bottom of page