top of page
IMG_9909.CR2

Arkitektúr Skálholtskirkju

Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins teiknaði, kirkjuna og er útlit hennar nútímalegt og stílhreint en hún á sér að hluta til fyrirmynd í hinum fornu dómkirkjum. Á Skálholtshátíð árið 1956 var lagður hornsteinn hinnar nýju kirkju, en sjálf kirkjan var vígð árið 1963 af biskupi Íslands dr. Sigurbirni Einarssyni. Á vígsludegi þann 21. júlí afhenti kirkjumálaráðherra dr. Bjarni Benediktsson þjóðkirkjunni Skálholt til varðveislu og eflingar kristni í landinu.

bottom of page