Óskalögin við Orgelið föstudaginn 29. okt

Tónleikar og fjölskylduskemmtun föstudagskvöld kl.20:00. Jón Bjarnason leikur á orgel og Steinn Daði Gíslason verður á trommum! Jón Bjarnason er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið! Miðar seldir við innganginn.
Registration is closed
Óskalögin við Orgelið föstudaginn 29. okt

TÍMI & STAÐSETTNING

29. okt. 2021, 20:00 – 21:00
Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Tónleikar og fjölskylduskemmtun föstudagskvöld kl.20:00. Jón Bjarnason leikur á orgel og Steinn Daði Gíslason verður á trommum! Jón Bjarnason er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið!

Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla fjölskylduna og alla sem hafa gaman að tónlist. Ekki síður fyrir þá sem vilja velja næsta lag. Skálholtsdómkirkja hefur haft það orð á sér að vera með einn allra besta hljómburð á landinu. Um að gera að syngja með og taka vel undir!

Þessi viðburður hóf göngu sína í sumar í lok júní og var þá nokkra fimmtudaga fyrir hádegi. Síðan var gerð sú breyting eftir sumarfrí að hafa þetta á föstudagskvöldum og hefur verið gríðarlega vel tekið í þetta.

Þetta mun vera föstudagskvöld nr. 11 í röðinni og verða lokatónleikarnir í þessari röð. 12. nóvember næstkomandi sem verða með karlakórsþema

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðgangseryrir 2000 krónur,   greitt við innganginn.

DEILA VIÐBURÐINUM