Kyrrðarbænadagar að vori, 22. - 28. apríl og/eða 22. - 25. apríl

Hafin er snemmskráning fyrir kyrrðardaga í Skálholti vorið 2021. Annars vegar er hægt að velja vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 22. apríl kl. 17:30 og lýkur miðvikudaginn 28. apríl kl. 14:00 eða langa helgi sem hefst fimmtudagin 22. apríl kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 25. apríl kl. 14:00.
Registration is Closed
Kyrrðarbænadagar að vori, 22. - 28. apríl og/eða 22. - 25. apríl

TÍMI & STAÐSETTNING

22. apr. 2021, 17:30 – 28. apr. 2021, 14:00
Skálholt, Skálholt Cathedral, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Hafin er snemmskráning fyrir kyrrðardaga í Skálholti vorið 2021.

Fimmta árið í röð bjóða Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi uppá kyrrðardaga í Skálholti, vikudvöl eða langa helgi þar sem lögð er áhersla á iðkun Kyrrðarbænarinnar, Jóga, Jóga Nidra djúpslökun, fræðslu, hvíld og/eða útiveru. Æskilegt er að hafa þekkingu á iðkun Kyrrðarbænarnnar (sjá www.kyrrarbaen.is). 

Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, djúpslökun, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir líkama, sál og anda. Hámarksfjöldi 15 – 20 manns með fyrirvara um breytingu á sóttvarnarlögum.

Annars vegar er hægt að velja vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 22. apríl kl. 17:30 og lýkur miðvikudaginn 28. apríl kl. 14:00 eða langa helgi sem hefst fimmtudagin 22. apríl kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 25. apríl kl. 14:00.

Verð: Vikudvöl: kr. 85.000. Löng helgi: kr. 47.500. Eftir 1. mars 2021 hækkar verðið um 5%.

Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði.

Hægt er að sækja um styrk í sumum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga.

Umsjón: Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar. Jógakennari auglýstur síðar.

Skáning fer fram hér á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is. Leiðsögn við skráningu í síma 486-8870 (Sigurbjörg).

Nánari upplýsingar varðandi kyrrðardagana er hjá Arndísi í síma 866-8947 eða á netf.: arndis.linn@lagafellskirkja.is eða Sigurbjörgu í síma 861-0361 eða á netf.: sigurth@simnet.is

DEILA VIÐBURÐINUM