top of page

Fræðslugöngur í Skálholti í júlí

Í sumar verður boðið upp á fræðslugöngur í Skálholti sem munu draga fram sögu og menningu Skálholts og vekja áhuga almennings á Skálholtsstað. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig en ef fólk vill kaupa veitingar er bent á að hafa samband við Hótel Skálholt: sími 4868870

Registration is Closed
See other events
Fræðslugöngur í Skálholti í júlí
Fræðslugöngur í Skálholti í júlí

TÍMI & STAÐSETTNING

07. júl. 2021, 15:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Í sumar verður boðið upp á fræðslugöngur í Skálholti sem munu draga fram sögu og menningu Skálholts og vekja áhuga almennings á Skálholtsstað.

7 júlí kl 15:00 – 17:00 -  Fræðsluganga með Bjarna Harðarsyni rithöfundi - Kennimörk kölska, kaþólikka og stríðsmanna á helgum Skálholtsstað

Skimað verður eftir hinum forna gangvegi Kölska neðan úr Laugarási, litið við hjá Helgum systrum og rifjaðar upp bardagasögur staðarins.

Í göngulok verður litið við þar sem menn börðu rauðann úr mýrinni á síðustu dögum Skálholtsstóls.

Bjarni Harðarsson er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir kyngimagnaðar frásagnir og skemmtilegar sögur, sannar eða ekki.

Gera má ráð fyrir að gangan taki um 2 klst.

Þátttakendur eru hvattir til að fá sér kaffi og vöfflu á Veitingahúsinu Skálholti til að ná upp orku fyrir gönguna.

14 júlí frá kl 15:00 – 17:00 - Fræðsluganga með Ingólfi Guðnasyni garðyrkjufræðingi um Jurtagarðinn í Skálholti.

Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur er hönnuður Jurtagarðsins í Skálholti. Í fræðslugöngunni mun Ingólfur leiða gesti í allan sannleikann um tilurð garðsins og tilgang. Í garðinum er að finna sýnishorn nytjajurta sem rýnt var að rækta á Íslandi á liðnum öldum.

Ingólfur mun kynna þær jurtir sem Skálholtsbúar höfðu með vissu ræktað safnað og notað á staðnum eða voru alþekktar nytjajurtir á fyrir öldum. Einnig mun hann draga fram það helsta sem vitað er um garðræktarsögu Skálholts frá landnámi fram til um 1800.

Menningardagarnir eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurlands

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page