31. ágúst - Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðar - komdu ef þú þorir!
Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðarsyni er viðburður sem haldinn verður í Skálholti, miðvikudaginn 31. ágúst kl 18:00.


TÍMI & STAÐSETTNING
31. ágú. 2022, 18:00 – 19:30
Skálholt, 806 Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðarsyni er viðburður sem haldinn verður í Skálholti, miðvikudaginn 31. ágúst kl 18:00.
Bjarni mun endurtaka leikinn frá í fyrra og ganga með gesti í spor dauðra manna í Skálholti. Hann mun segja sögur sem tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti eins og honum einum er lagið.
Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Gengið verður um svæði sem þekkt eru fyrir sagnir, þjóðsögur og atburði sem fá hárin til að rísa. Minningarsteinn um aftöku Jóns Arasonar og sona hans verður heimsóttur, farið inn í Þorláksbúð, í gegnum undirgöngin og sagðar ýmsar sögur af yfirnáttúrulegum atburðum úr fortíð og nútíð sem gerst hafa í Skálholti.
Búið ykkur undir gæsahúð! Ekki fyrir viðkvæma!
Gangan er auðveld, öllum opin og ókeypis! Verið hræðilega velkomin í Skálholt!