top of page

mið., 08. maí

|

Skálholtsdómkirkja

Þorláksleið vígð

Helgi Þorláksson okkar helsti sérfræðingur í Þorláki helga leiðir göngu um Skálholtstorfuna og fræðir gesti um Heilagan Þorlák og þá fjölmörgu örnefni sem nefnd eru eftir honum í Skálholti. Gangan hefst við Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 8. maí kl 18:00 og er öllum opin.

Þorláksleið vígð
Þorláksleið vígð

Tími og staðsetning

08. maí 2024, 18:00 – 19:30

Skálholtsdómkirkja, Skálholt

Um viðburðinn

Helgi Þorláksson okkar helsti sérfræðingur í Þorláki helga leiðir göngu um Skálholtstorfuna og fræðir gesti um Heilagan Þorlák og þá fjölmörgu örnefni sem nefnd eru eftir honum í Skálholti.

Helgi Þorláksson gaf út bókina Á sögustöðum á sl ári og kemur þar m.a. inn á mikilvægi þess að halda minningu heilags Þorláks á lofti í Skálholti.

Þorlákur Þórhallsson var biskup í Skálholti 1178 - 1193 og var eini dýrlingur íslandssögunnar. Í Skálholti eru fjölmörg örnefni nefnd eftir honum; Þorlákssæti, Þorláksbrunnur, Þorlákshver, Þorláksbúð ofl.

Gangan hefst kl 18:00 miðvikudaginn 8 maí við kirkjutröppurnar í Skálholtsdómkirkju. Gengið verður hluta Þorláksleiðar en hún hefur verið vörðið skiltum. Gengið verður að Þorlákssæti, framhjá minnisvarða um Jón Arason og syni hans og að Þorláksbúð. Gangan er að mestu á jafnsléttu og tekur um 1 - 1,5 klst.

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn og tilvalið að fá sér veitingar þar í tengslum við gönguna.

Viðburðurinn er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.

(Viðburðurinn var áður auglýstur undir leiðsögn Kristjáns Björnssonar sem forfallaðist)

Deila viðburði

bottom of page