top of page

lau., 04. maí

|

Skálholt

Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu- og Söguganga

Fugla- og fræðsluganga um Skálholtstungu með Tómasi Grétari Gunnarssyni fuglafræðingi. Gengið er um Skálholtstungu og fuglalífið skoðað. Kristján Björnsson Vígslubiskup verður með í för og fræðir gesti um sögu Skálholtsstaðar. Gangan hefst við Skálholtsbúðir og gengið verður niður Skálholtstungu.

Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu- og Söguganga
Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu- og Söguganga

Tími og staðsetning

04. maí 2024, 09:30 – 12:00

Skálholt, Skálholtsbúðir

Um viðburðinn

Fugla- og fræðsluganga um Skálholtstungu með Tómasi Grétari Gunnarssyni fuglafræðingi. Gengið er um Skálholtstungu og fuglalífið skoðað. Kristján Björnsson Vígslubiskup verður með í för og fræðir gesti um sögu Skálholtsstaðar.

Gangan hefst kl 9:30 að laugardagsmorgni við Skálholtsbúðir og gengið verður niður Skálholtstungu. 

Óbyggðir í byggð eru að verða sjaldgæf auðlind. Skálholtstunga er slíkur staður en Skálholtstunga er tungan milli Hvítár og Brúarár og er tungubroddurinn þar sem árnar mætast. Í Skálholtstungu er mikið fuglalíf, fjölbreytt búsvæði og merkilegt hverasvæði. Þar er líka ein stærsta óraskaða mýri sem eftir er á Suðurlandi og fjölbreyttar menningarminjar eftir aldalanga nýtingu. Fáir hafa komið í þessi helgu vé en friðsældin þar er mikilvæg fyrir fuglalífið.

Laugardaginn 4. maí verður farin fugla- og fræðsluganga um Skálholtstungu. Gangan hefst við Skálholtsbúðir kl. 09:30 að morgni. Gert er ráð fyrir að gangan verði um 6 km ef veður er gott. Gott er að koma í gönguskóm eða stígvélum og hafa með sér nesti.

Leiðsögumenn verða Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi og Kristján Björnsson vígslubiskup Skálholtsstaðar.

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn frá kl 11:30 - 20:00 alla daga frá 1. maí. Um að gera að kíkja á veitingastaðinn fá sér veitingar eftir gönguferðina.

Deila viðburði

bottom of page