top of page

fös., 03. maí

|

Skálholtsdómkirkja

Dægurflugur Ásu og Ástu Soffíu

Þær Ása og Ásta Soffía flytja dægurflugur og þekkta tangóslegna slagara eftir marga íslenska þekkta lagahöfunda. Harmonikka og söngur! Miðaverð 2500 kr - miðasala á tix.is og við innganginn. Ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Allur aðgangseyrir rennur í Flygilsjóð Skálholtskirkju.

Dægurflugur Ásu og Ástu Soffíu
Dægurflugur Ásu og Ástu Soffíu

Tími og staðsetning

03. maí 2024, 18:00 – 19:30

Skálholtsdómkirkja, Skálholtskirkja, 806, Ísland

Um viðburðinn

Þær Ása og Ásta Soffía flytja dægurflugur og þekkta tangóslegna slagara eftir marga íslenska þekkta lagahöfunda á borð við Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson, Friðrik Jónsson, Vilhelmínu Baldvinsdóttur og Tólfta september.

Ásta Soffía hefur kynnt sér íslenska tangótónlist og deila þær stöllur ástríðu á þessum menningarverðmætum íslenskrar tónlistar og vilja leyfa fallegum íslenskum tangólögum að hljóma.

Á tónleikunum gefst gestum kostur á að koma saman, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika.

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, söngur  Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmonikka

Miðaverð 2500 kr ókeypis fyrir 18 ára og yngri – miðaverð rennur óskipt í flygilsjóð Skálholtskirkju

Miðasala á tix.is og við innganginn

https://tix.is/is/event/17394/asa-og-asta-soffia-d-gurflugur-og-tango-i-skalholtskirkju/

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn frá kl 11:30 - 20:00 alla daga frá 1. maí. Um að gera að kíkja á veitingastaðinn fá sér veitingar fyrir eða eftir tónleikana.

Deila viðburði

bottom of page