top of page

mið., 29. maí

|

Skálholtsdómkirkja

"Að öllu tilliti merkiskona" - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú

Halldóra Kristinsdóttir sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands fræðir gesti um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú sem bjó í Skálholti á 18. öld. Viðburðurinn verður haldinn í Skálholtskirkju miðvikudaginn 29. maí nk kl 18:00. Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin.

"Að öllu tilliti merkiskona" - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú
"Að öllu tilliti merkiskona" - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú

Tími og staðsetning

29. maí 2024, 18:00 – 19:30

Skálholtsdómkirkja, Skálholt,

Um viðburðinn

„Í öllu tilliti merkiskona“: Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú

Þegar Valgerður Jónsdóttir (1771–1856) biskupsfrú var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Óhætt er að taka undir það, enda var lífshlaup hennar ólíkt flestra annarra kvenna. Þegar Valgerður var 18 ára giftist hún Hannesi Finnssyni biskupi í Skálholti sem þá var fimmtugur. Hún varð ekkja aðeins 25 ára gömul og stóð ein fyrir búi í Skálholti í tíu ár. Þá giftist hún seinni eiginmanni sínum, Steingrími Jónssyni sem síðar varð biskup yfir Íslandi. Valgerður var yfirstéttarkona, af ríkum ættum, vel menntuð og gáfuð. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma.  En hún var líka dóttir, eiginkona, móðir og amma. Í erindinu verður leitast við að draga upp mynd af merkiskonunni Valgerði Jónsdóttur, en fjölmargar heimildir hafa varðveist sem geta varpað ljósi á líf hennar og sögu.

Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Árið 2021 tók hún þátt í að setja upp sýningu í safninu þar sem Valgerðar Jónsdóttur var minnst þegar 250 ár voru liðin frá fæðingu hennar.

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn frá kl 11:30 - 20:00 alla daga frá 1. maí. Um að gera að kíkja á veitingastaðinn fá sér veitingar fyrir eða eftir fræðsluerindið.

Deila viðburði

bottom of page