top of page
20211120_112818.jpg

Gjafir til kirkjunnar

Þegar Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963 bárust henni margar verðmætar gjafir frá Norðurlöndunum. 

Gluggarnir eru dönsk gjöf en Gerður Helgadóttir gerði uppdrætti að þeim. Einnig gáfu Danir orgelið, ljósatækin, stólana, eina kirkjuklukku og kostuðu að miklu leyti altaristöfluna, sem Nína Tryggvadóttir gerði úr mósaík.

 

Norðmenn gáfu byggingarefni, m.a. flísar á þak og gólf og hurðir auk kirkjuklukku. Svíar gáfu tvær kirkjuklukkur og Finnar eina. Í kirkjunni eru nú 8 klukkur, fimm þeirra gjafir frá Norðurlöndum.

Færeyingar gáfu fagran skírnarfont, sem færeyskur listamaður gerði úr graníti. Ludvig Storr gaf sjálfvirk hringingartæki og stóð að söfnun meðal danskra kaupmanna fyrir gluggum kirkjunnar.

bottom of page