top of page

VIÐBURÐIR

  • Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu- og Söguganga
    Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu- og Söguganga
    lau., 04. maí
    Skálholt
    04. maí 2024, 09:30 – 12:00
    04. maí 2024, 09:30 – 12:00
    Fugla- og fræðsluganga um Skálholtstungu með Tómasi Grétari Gunnarssyni fuglafræðingi. Gengið er um Skálholtstungu og fuglalífið skoðað. Kristján Björnsson Vígslubiskup verður með í för og fræðir gesti um sögu Skálholtsstaðar. Gangan hefst við Skálholtsbúðir og gengið verður niður Skálholtstungu.
  • Þorláksleið vígð
    Þorláksleið vígð
    mið., 08. maí
    Skálholtsdómkirkja
    08. maí 2024, 18:00 – 19:30
    08. maí 2024, 18:00 – 19:30
    Gönguleiðin um Þorláksleið hefur nú verið vörðuð gönguleiðaskiltum og mun Kristján Björnsson Vígslubiskup ganga hluta leiðarinnar með gesti og fara yfir sögu heilags Þorláks Þórhallssonar biskups í Skálholti. Gangan hefst við Skálholtskirkju miðvikudaginn 8. maí kl 18:00 og er öllum opin.
  • Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni
    Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni
    mið., 15. maí
    Skálholtskirkja
    15. maí 2024, 18:00 – 19:00
    15. maí 2024, 18:00 – 19:00
    Ragnheiðarganga í Skálholti miðvikudaginn 15. maí kl 18:00 - Aðgangur ókeypis - öll velkomin! Ragnheiður Brynjólfsdóttir er ein af stóru sögupersónum Skálholtsstaðar. Friðrik Erlingsson þekkir sögu hennar einna best og skrifaði handrit að óperu Ragnheiðar sem frumsýnd var í Skálholti.
  • Söguganga með Bjarna Harðar
    Söguganga með Bjarna Harðar
    mið., 22. maí
    Skálholtskirkja
    22. maí 2024, 18:00 – 19:00
    22. maí 2024, 18:00 – 19:00
    Bjarni Harðarsson leiðir göngu um Skálholtsstað miðvikudaginn 22. maí kl 18:00 - Safnast verður við kirkjuna og gengið um Skálholtsstað og farið yfir sögu og sögupersónur Skálholtsstaðar. Bjarni Harðar er þekktur sagnamaður en hann þekkir sögu Skálholtsstaðar mjög vel.
  • "Að öllu tilliti merkiskona" - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú
    "Að öllu tilliti merkiskona" - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú
    mið., 29. maí
    Skálholtsdómkirkja
    29. maí 2024, 18:00 – 19:30
    29. maí 2024, 18:00 – 19:30
    Halldóra Kristinsdóttir sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands fræðir gesti um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú sem bjó í Skálholti á 18. öld. Viðburðurinn verður haldinn í Skálholtskirkju miðvikudaginn 29. maí nk kl 18:00. Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin.
bottom of page