top of page

Skörungurinn í Skálholti - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú.

Sat, May 17

|

Skálholt

Skörungurinn í Skálholti: Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú. Halldóra Kristinsdóttir sérfræðingur hjá Landsbókasafni leiðir okkur í sannleikann um skörunginn Valgerði sem ríkti í Skálholti og varð ein ríkasta kona landsins. Fyrirlesturinn hefst kl 15:00 í Skálholtsskóla, og aðgangur er ókeypis.

Skörungurinn í Skálholti - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú.
Skörungurinn í Skálholti - Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú.

Time & Location

May 17, 2025, 3:00 PM – 4:00 PM

Skálholt, Skálholt, 806, Ísland

About the event

Í Skálholti verður boðið upp á menningarveislu alla laugardaga í maí kl 15:00 með fjölbreyttri fræðslu og göngum þar sem náttúra, saga og menningararfur svæðisins fá að njóta sín.


Skörungurinn í Skálholti: Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771–1856)

Óhætt er að fullyrða að Valgerður Jónsdóttir hafi verið einstök kona enda var lífshlaup hennar ólíkt flestra annarra kvenna. Þegar Valgerður var 18 ára giftist hún Hannesi Finnssyni biskupi í Skálholti sem þá var fimmtugur. Hún varð ekkja aðeins 25 ára gömul og stóð ein fyrir búi í Skálholti í tíu ár. Þá giftist hún seinni eiginmanni sínum, Steingrími Jónssyni sem síðar varð biskup yfir Íslandi. Valgerður var yfirstéttarkona, af ríkum ættum, vel menntuð og gáfuð. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma.  En hún var líka dóttir, eiginkona, móðir og amma. Í erindinu verður sagt frá lífi og störfum Valgerðar Jónsdóttur og þeim ólíku…


Share this event

bottom of page