top of page

 Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir. Marghliða íslensk matarsaga.

Sat, May 31

|

Skálholt

Nanna Rögnvaldardóttir mun fjalla um matarmenningu fyrri alda og hafa Skálholt til hliðsjónar. Fyrirlesturinn hefst kl 15:00 í Skálholtsskóla og er öllum opinn og ókeypis.

 Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir. Marghliða íslensk matarsaga.
 Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir. Marghliða íslensk matarsaga.

Time & Location

May 31, 2025, 3:00 PM – 4:00 PM

Skálholt, Skálholt, 806, Ísland

About the event


Í Skálholti verður boðið upp á menningarveislu alla laugardaga í maí kl 15:00 með fjölbreyttri fræðslu og göngum þar sem náttúra, saga og menningararfur svæðisins fá að njóta sín.

 

Eggjakökupönnur, saffran og ruslakeppir. Marghliða íslensk matarsaga. Nanna Rögnvaldardóttir matarsagnfræðingur mun fjalla um matarmenningu fyrri alda og hafa Skálholt til hliðsjónar.


Okkur hættir oft til að telja matarsögu Íslands fremur einhæfa og matinn fábreyttan allt fram á síðustu öld. Var þetta eintómur súrmatur og skyr, harðfiskur og hangikjöt? Nei, það var öðru nær, mataræðið var mun fjölbreyttara en svo. Allt frá upphafi var matarsagan að mótast og matarhefðir að breytast, þótt breytingarnar væru vissulega oft hægfara. Stéttamunur var líka mikill; almenningur nýtti allt sem mögulegt var til matar og át bruðning og ruslakeppi, en á biskupsstólum og höfðingjasetrum gat fólk leyft sér miklu meira, þar voru miklar matarbirgðir, jafnvel tuttugu ára uppsafnaðar smjörbirgðir, og þar komu fram ýmis erlend áhrif…


Share this event

bottom of page