top of page

Dagskrá á degi Jóns Arasonar

Fri, Nov 07

|

Skálholtsdómkirkja

Þann 7. nóvember 1550 voru hr. Jón Arason Hólabiskup og synir hans teknir af lífi í Skálholti. Hildur Hákonardóttir rithöfundur kemur fram á minningar dagskrá föstudaginn 7. nóvember kl 20:00. Skálholtskórinn syngur og Jón Bjarnason leikur á orgel og flygil.

Dagskrá á degi Jóns Arasonar
Dagskrá á degi Jóns Arasonar

Time & Location

Nov 07, 2025, 8:00 PM – 9:30 PM

Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Ísland

About the event

Hildur Hákonardóttir rithöfundur kemur fram á dagskrá á degi hr. Jóns Arasonar Hólabiskups föstudaginn 7. nóvember kl 20:00.

Hildur fer yfir þá dramatísku atburði sem áttu sér stað í Skálholti í aðdraganda aftöku Jóns og sona hans í Skálholti á þessum degi árið 1550.


Skálholtskórinn syngur og Jón Bjarnason leikur á orgel og flygil. Fluttir verða fallegir sálmar á borð við Gefðu að móðurmálið mitt, Láttu nú ljósið þitt og Heyr himnasmiður. Einnig verður tónlist eftir Bach, Mozart og fleiri tónskáld.


Taktu þátt í fallegri minningarstund þar sem feðganna verður minnst í tali og tónum.


Eftir stundina verður gengið með kyndla út að Minnismerki um Jón Arason og sona hans. Þá er gestum boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma inni á veitingastaðnum Hvönn, í boði Skálholtsstaðar.


20:00 Dagskrá í kirkjunni


Share this event

bottom of page