Dagskrá á degi Jóns Arasonar
Fri, Nov 07
|Skálholtsdómkirkja
Þann 7. nóvember 1550 voru Jón Arason og synir hans teknir af lífi í Skálholti. Í tilefni þess að liðin eru 475 ár frá aftökunni verður boðið upp á dagskrá í Skálholtsdómkirkju þar sem feðganna er minnst í tali og tónum. Eftir stundina er gengið út að Minnismerki Jóns Arasonar með kyndla.


Time & Location
Nov 07, 2025, 8:00 PM – 9:30 PM
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Ísland
About the event
Þann 7. nóvember 1550 var Jón Arason og synir hans teknir af lífi í Skálholti. Í tilefni þess að liðin eru 475 ár frá aftökunni verður boðið upp á dagskrá í Skálholtsdómkirkju þar sem feðganna er minnst í tali og tónum. Eftir stundina er gengið út að Minnismerki Jóns Arasonar með kyndla. Dagskránni lýkur á Hótel Skálholti þar sem við fáum heitt kakó í boði Skálholtsstaðar og njótum samverunnar.
20:00 Dagskrá í kirkjunni
21:00 Gengið með kyndla að minnismerki
21:15 Heitt súkulaði á Hótel Skálholti
Verið öll hjartanlega velkomin - aðgangur ókeypis