top of page

Fornleifauppgröftur 1954 - 58

Áður en ráðist var í byggingu Skálholtsdómkirkju sem nú stendur var ráðist í mikinn fornleifauppgröft á grunni hinna gömlu dómkirkna sem stóðu í Skálholti. Kristján Eldjárn stýrði uppgreftrinum sem fór fram á árunum 1954 - 1958.

20220620_112817.jpg

Uppgröfturinn hófst með frumrannsóknum og könnunargreftri til að finna tekmörk eldri kirkjugrunna. Fyrst var undirgangur grafinn upp að nokkru og svokallaður Virkishóll. Árið 1954 var grafið í Þorláksbúð og í dómkirkjugrunnana, þar sem steinþróa Páls biskups Jónassonar fannst. Ári síðar var lokið við uppgröft á Þorláksbúð. Grafið var í svokallaðan beinakjallara og uppgreftir haldið áfram í undirganginum. Árið 1958 lauk rannsókn á undirganginum og var hann síðan endurbyggður. Jarðvegi var ýtt ofan af bæjarhólnum og hann sléttaður en veggjabrot og bæjarleifar voru fjarlægðar. Taldi Kristján Eldjárn þó sýnt að enn væru miklar mannvistaleifar í jörðu sunnan og suðvestan við kirkju og kirkjugarð. 
 

bottom of page