top of page

Leiðsögn um Skálholt 

Hægt er að panta staðarleiðsögn fyrir hópa um Skálholtsdómkirkju, minjasafnið, göngin, fornleifasvæði og þekkt kennileiti.

Gangan tekur um 30 til 50 mínútur eftir aftali en gestir verða leiddir um kirkjuna þar sem kirkjumunir eru skoðaðir, steindir gluggar Gerðar Helgdóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur. Farið er á safnið í kjallara kirkjunnar þar sem steinkista Páls Jónssonar biskups er en hún er frá árinu 1211. Farið er út undirgöngin og út á minjasvæðið, inn í Þorláksbúð en gangan endar við Jurtagarðinn upp við Hótel (Skálholtsskóla).

Gjaldið er hóflegt eða 1000 kr. á mann. Ókeypis er fyrir yngri en 12 ára. Gjaldið rennur óskipt til staðarins. 

Veitingahúsið Hvönn er í Skálholti og með samnefnda heimasíðu með upplýsingum um opnun og þjónustu. Tilvalið er að nýta sér tilboð þar í tengslum við leiðsagnir. Einnig má benda á heimasíðu Hótel Skálholts.

Hægt er að panta leiðsögn með því að senda tölvupóst á skalholt@skalholt.is 

Söguganga_Virkishóll_2020.jpg
bottom of page