top of page

Vortónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni 27. og 28. apríl

Kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur sína árlegu vortónleika í Skálholtskirkju dagana 27. og 28. apríl. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 bæði kvöldin en húsið opnar kl. 19:30.

Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt úrval þjóðlaga og vorlaga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur er í höndum Eyrúnar Jónasdóttur kórstjóra auk kórfélaga sjálfra.

Miðaverð er 3.000 kr. í forsölu, 3.500 kr. við dyr. Eldriborgarar fá miða á 2.500 kr. í forsölu, 3.000 kr. við dyr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Miðasalan fer í gegnum kórfélaga sjálfa svo þið millifærið beint á ykkar aðstandanda fyrir miðanum.

Þeir sem eiga ekki aðstandanda í kórnum geta pantað miða í gegnum netfangið gudnysa@ml.is.
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page