top of page

Veglegur styrkur til Bókhlöðu Skálholts í GestasstofunniMenningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, kom í Skálholt í gær og færði Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju veglegan styrk til innréttinga fyrir Bókhlöðu Skálholts í framtíðar húsnæði hennar. Styrkurinn nemur fimm milljón um króna og hefur þessi viðurkenning orðið til þess að A.P. Möller sjóðurinn í Kaupmannahöfn hefur einnig lagt styrk til þessa menningarlega verkefnisins. Menningarmálaráðuneytið hefur áður lagt fram styrk til Prentsöguseturs Íslands. Hefur það hjálpað kirkjunni að lagfæra húsnæði Gestastofunnar sem hýsa á bæði söfnin í framtíðinni.


Eitt af því sem gefur Bókhlöðu Skálholts sérstöðu er að í því er að finna bækur prentaðar á flestum fornum prentstöðum í sögu landsins. Meðal þeirra staða er Skálholt. Örstutt er yfir í rústir af prenthúsi Þórðar biskups Þorlákssonar er stóð við heimatorfuna á staðnum á 17. öld og örstutt á Fjósakelduna þar sem Oddur þýddi Nýja testamentið árið 1540 á dögum Ögmundar Pálssonar, síðasta kaþólska biskupssins í Skálholti.


Heima í Skálholti eru bundnar miklar vonir við að bæði söfnin muni efla áhuga ungra og eldri á bókmenntaarfi þjóðarinnar og prentlistinni þegar þessi saga hefur verið gerð aðgengilegri. Einnig er stefnt að aðstöðu til rannsókna á safninu. Enn er leitað til félaga, einstaklinga og stofnana með styrki í þetta verkefni sem hefur verið metið jafn mikils virði fyrir menningu okkar og sérstöðu í ljósi sögunnar í Skálholti og nálægðar við raunverulegar minjar og rannsóknir.
Samkomulagið um styrk menningarmálaráðuneytis var undirritað við hátíðlega athöfn í framtíðar húsnæði Bókhlöðunnar af Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra, og Árna Gunnarssyni, formanni Verndarsjóðsins, eftir að nokkrir af dýrgripum safnsins höfðu verið skoðaðir á staðnum, þar á meðal fyrsta prentun Landnámu í Skálholti 1688. Meðal viðstaddra voru fulltrúar Prentsögusetursins, stjórnar Skálholts og sóknarnefndar, auk framkvæmdastjóra og vígslubiskups.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningarmálaráðherra og Árni Gunnarsson formaður Verndarssjóðs Skálholtsdómkirkju undirrita samninginn í kjallara Gestastofunnar sem hýsa mun Bókhlöðu Skálholts.
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page