top of page

Tvennir tónleikar um helgina kl 16:00 - Ókeypis inn!

Aldrei þessu vant er rigningarspá um helgina í Uppsveitunum, en svo heppilega vill til að boðið verður upp á tvenna ókeypis tónleika í kirkjunni um helgina, kl 16:00 bæði laugardag og sunnudag.


Laugardaginn 24 júlí kl 16:00 - Strengir á ferð um Suðurland

Þau Katrín Birna Sigurðardóttir og Nikodem Júlíus bjóða upp á fjölbreytta selló- og fiðlutónleika. Á dagskránni eru klassísk verk, þekkt þjóðlög og dægurlög.


Á laugardaginn verður Veitingastaðurinn Skálholt opinn til kl 19:00 með sinn fjölbreytta matseðil en sérstakt tilboð verður á kótelettum.

----------------------------------


Sunnudaginn 25. júlí kl 16:00 - Titrandi tré. Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari flytur m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach, Marin Marais og Carl Philip Emanuel Bach.


Tónleikarnir voru tilnefndir sem tónleikar ársins af tónlistargagnrýnendum Morgunblaðsins.


Veitingastaðurinn Skálholt býður upp á tilboð á vöfflum fyrir tónleikana en opið er til kl 16:00


Frítt er inn á tónleikana og þið eruð öll hjartanlega velkomin!

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page