Sr. Dagur Fannar Magnússon nýr sóknarprestur


Sr. Dagur Fannar Magnússon var valinn sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og þar með einnig dómkirkjuprestur í Skálholti. Sr. Dagur Fannar hefur verið prestur í Heydölum en starfaði áður í Skálholti sem verkefnastjóri og leiðangurstjóri í pílagrímaferðum til Skálholts. Hann verður þriðji sóknarpresturinn í Skálholti frá 1955. Fyrsta júní það ár var sr. Guðmundur Óli Ólafsson skipaður í embættið. Árið 1997 var sr. Egill Hallgrímsson skipaður eftirmaður hans en hann andaðist í júní í fyrra. Skálholtsstaður, vígslubiskup, sóknarnefndir og starfsfólk á staðnum óskar sr. Degi Fannari og fjölskyldu hans til hamingju á tímamótum.

Nú hefur verið ákveðið að sr. Dagur Fannar kemur til starfa 1. apríl n.k. og flytur í prestakallið með fjölskyldu sína, Er vonast til þess að prestssetrið í Skálholti verði tilbúið sem fyrst en það er ljóst að fjölskyldan mun þurfa að búa í bráðabirgðahúsnæði meðan setrið er gert upp.

Fram til 1. apríl hefur sr. Bolli Pétur Bollason verið fenginn til aðstoðar í Skálholtsprestakalli og mun hann þjóna sem prestur í Skálholti og messa í prestakallinu ásamt sr. Kristjáni Björnssyn, vígslubiskupi.

Sími sr. Bolla Péturs er 8645372.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square