top of page

Skrifarasmiðja í Skálholti helgina 13. og 14. ágúst kl 12:00 - 15:00


Helgina 13 - 14 ágúst mun heimur fornar verkmenningar opnast í Skálholti. Smiðjan verður öllum opin frá kl 12 - 15 báða dagana. Gengið er inn á Veitingastaðinn Hvönn í Skálholti og inn til vinstri í fyrirlestrarsalinn.


Í samvinnu við Árnastofnun mun Skálholt bjóða uppá skrifarasmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Skálholtsskóla en þar verður sett upp handritasmiðja þar sem fjölskyldur fá innsýn í gerð miðaldahandrita og horfið inn í heim horfinnar verkmenningar.


Í smiðjunni fá gestir að munda fuglsfjaðrir, dýfa þeim í blek og rita svo hugsanir sínar á bókfell líkt og gert var á miðöldum. Hægt verður að skoða verkfærin sem notuð voru við bókagerðina og fá fræðslu um það hvernig skinnin voru verkuð og bækur búnar til.


Gestir verða leiddir inn í heim horfinnar verkmenningar og fá innsýn í handverk við bókagerð á miðöldum. Þeim býðst að spreyta sig á að skrifa á bókfell með fjaðurpenna og bleki eins og tíðkaðist við ritun fornu skinnhandritanna.



Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page