Skálholtskórinn í guðsþjónustustreymi föstudaginn langa

Skálholtskórinn og Jón Bjarnason, organisti, flytja falleg kórverk og orgelverk í guðsþjónustustreymi föstudaginn langa 2. apríl kl. 16 ásamt vígslubiskupi, sr. Kristjáni Björnssyni. Biskup þjónar fyrir altari og les úr píslarsögu Jesú Krists. Allir eru velkomnir á fb síðu Skálholtsstaðar og hvenær sem er eftir það til að íhuga hlutverk Jesú. Við gleðjumst svo saman vegna sigurs hans og upprisu er við minnumst á páskum. Streymið verður á YouTube rás Skálholts: https://www.youtube.com/watch?v=2wfOWsNEcOU
Ekki verður hátíðarguðsþjónusta á páskadag í kirkjunni né heldur á streymi og heldur ekki á skírdagskvöldi 1. apríl.
Við tökum sóttvarnartilmæli Landlæknis mjög alvarlega og því verður ekki hægt að bjóða fólk velkomið í kirkjuna en öllum boðið að fylgjast með á vefnum, einnig á fb síðunni https://www.facebook.com/Sk%C3%A1lholt-68487762955
Í Skálholti er beðið á hverjum virkum morgni fyrir öllum sem líða í heimsfaraldrinum og fyrir almannavörnum og ráðamönnum þjóðarinnar. Það verður einnig í bænagjörðinni í passíuguðsþjónustunni föstudaginn langa.