top of page

Skálholtsdómkirkja opin alla daga - Velkomin!


Skálholtsdómkirkja verður opin alla daga yfir dymbyldaga og páska og eru þið hjartanlega velkomin. Opið er á milli kl. 9 og 18 og fólki er velkomið að setjast eða ganga um og njóta kyrrðarinnar á bænadögum og sjálfri páskahátíðinni. Guð gefi ykkur gleðilega páskahátíð, farsæld og frið.


Á sama tíma er opið á minjasýningu í kjallara kirkjunnar og undirganginn út á minjasvæðið, en einnig í Þorláksbúð. Þá er og opið á snyrtingar í kjallara í vesturenda Skálholtsskóla. Opið er í hleðslustöðvunum á bílastæðinu.


Í kirkjunni er ljósastandur þar sem kveikja má bænaljós og leggja þar kr. 100,- í Áheitasjóð Þorláks helga. Áheit á hann og kirkju hans hafa reynst þjóðinni vel í meira en 800 ár. Og hér er gluggi hans.


Einnig eru upplýsingar um söfnun Verndarsjóðsins sem beitir sér núna fyrir endurnýjun á kirkjuklukkunum, lýsingu inni í kirkjunni og flutningi Bókasafns Skálholts. Öll framlög eru vel þegin.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page