Skálholtsdómkirkja gerð úr piparkökum

Ástvaldur Kristján Reynisson 32 ára smiður á Akranesi ákvað að taka þátt í piparkökukeppni fyrr í mánuðinum. Þema keppninnar voru Íslenskar Kirkjur og ákvað Ástvaldur að velja að gera Skálholtsdómkirkju enda þykir honum hún einstaklega falleg og frábrugðin öðrum kirkjum með sinn skemmtilega byggingarstíl.
Smíðin á kirkjunni tókst vel, hann byrjaði á að teikna kirkjuna upp í tölvu, gerði svo mót út frá teikningunni sem hann klippti út og skar eftir í deigið. Samsetningin á kirkjunni var krefjandi, en gekk áfallalaust fyrir sig. Hann ákvað að hafa skreytingarnar látlausar til að halda í fallegan stíl kirkjunnar.


Svo skemmtilega vill til að í ár er unnið að viðgerðum á Skálholtsdómkirkju og standa múrviðgerðir yfir en í vor verður skipt um þakplötur á kirkjunni.

Ástvaldur sem býr á Akranesi með sambýliskonu sinni Kristbjörgu og 8 mánaða dóttur þeirra Aðalheiði er greinilega mikill hagleiksmiður og með næmt auga fyrir smáatriðum. Við þökkum Ástvaldi og fjölskyldu kærlega fyrir að hafa valið Skálholtsdómkirkju sem viðfangsefni í samkeppnina og óskum þeim gleðilegra jóla.


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square