Söguganga og menningardagskrá 7. nóv - á degi Jóns Arasonar.
Þann 7. nóvember árið 1550 var herra Jón Arason, biskup á Hólum, tekinn af lífi í Skálholti ásamt tveimur sonum sínum, Ara lögmanni og sr. Birni. Markaði það upphaf siðaskipta.
Á þessum degi er alltaf boðið upp á menningardagskrá í Skálholtsdómkirkju en í ár verður farið í sögugöngu um leið Þorláks helga. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup leiðir hópinn eftir Þorláksleið en gera má ráð fyrir að gangan taki 2 klst. Gengið er um Skálholtsbúðir, niður að Stekkatúni við Hvítá og yfir að Þorlákshver við Brúará. Gengið er eftir Skólavegi heim aftur. Gangan er í heild um 6-7 km.
Dagskrá:
17:00 Söguganga - mæting við Skálholtskirkju - gangan tekur um 2 klst.
19:00 Tveggja rétta kvöldverður á veitingastaðnum Hvönn í Skálholti - (sjá matseðil og verð neðar á síðunni.)
20:00 Menningardagskrá og tónleikar í Skálholtsdómkirkju. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Ljóð herra Jóns Arasonar eru lesin upp á milli tónlistaratriða.
20:45 Gengið með blys að minnisvarðanum um herra Jón Arason. Endað á Veitingastaðnum Hvönn í heitu súkkulaði með rjóma í boði Skálholtsstaðar.
Tveggja rétta kvöldverður á Veitingastaðnum Hvönn eftir gönguferðina. Nauðsynlegt er að panta kvöldverð með því að senda póst á hotelskalholt@skalholt.is eða hringja í síma 486 8870
Forréttur: Nauta carpaccio með paprikusósu, kimchi, svörtum pipar og sjávarsalti - 2190 kr.
Aðalréttur: Smjörsteikt kjúklingabringa með appelsínu soðsósu, steiktum kartöflum, mjólkursýrðum rauðrófum og salati úr héraði - 4590 kr
Samtals - 6780 kr
Hægt er að taka þátt í hverjum dagskrálið fyrir sig en vinsamlegast skráið ykkur hér á síðunni í sögugönguna og í kvöldverðinn. Engin skráning nauðsynleg á menningardagskrá í kirkjunni.
Nauðsynlegt er að panta kvöldverð með því að senda póst á hotelskalholt@skalholt.is eða hringja í síma 486 8870.



