Síðustu forvöð að skrá sig á kyrrðardaga!


Núna næstu daga eru síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku á kyrrðardaga í kyrruviku. Nokkur herbergi eru laus og er vakin athygli á því að hjón, sambýlingar og vinir geta skráð sig saman í herbergi og er þá lægra verð fyrir bæði. Helgihaldið er dýrmætt og djúpt á þessum dögum skírdags og föstudagsins langa, en íhuganir og kyrrðin snýst að mestu um það. Hér er unnið út frá kristinni íhugun sem sækir fyrirmynd sína m.a. í það sem sagt var um Maríu guðsmóður: "María geymdi allt þetta í hjarta sér." Einnig er sótt í fyrirmynd þess er Jesús stendur frammi fyrir landsstjóranum Pílatusi og gætir þar ítrustu þagmælsku. Við kyrrð og íhugun bætist einnig við útivera á hinum helga sögustað, frábærar máltíðir, góð hvíld í gistingunni og kórverk Skálholtskórsins í messu föstudagsins langa þar sem píslarsagan verður lesin og valin vers úr Passíusálmum sr. Hallgríms.

Yfirskriftin er "Í þínar hendur fel ég anda minn!" Hún er sótt í svokölluð Sjö Orð Krists á krossinum.

Kyrrðardagar í kyrruviku eru frá miðvikudagskvöldi fyrir skírdag 13. apríl til hádegis á laugardag 16. apríl. Verið velkomin. Skráning er á https://www.skalholt.is/events/i-thinar-hendur-fel-eg-anda-minn-kyrrdardagar-i-kyrruviku-fastad-uppa-hvitt en einnig er hægt að senda póst á skalholt@skalholt.is og hringja í Herdísi Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra, í síma 856 1517.


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square