Ráðsmann vantar í Skálholt!

Óskað er eftir ráðsmanni og umsjónarmanni fasteigna í Skálholt
Skálholtsstaður óskar eftir kraftmiklum, handlögnum, fjölhæfum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna eftirliti, viðhaldi og daglegri umsjón fasteigna Skálholtsstaðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Daglegt eftirlit og umsjón fasteigna staðarins
· Viðgerðir og viðhald fasteigna og tækja
· Eftirlit með verktökum og iðnaðarmönnum vegna stærri verkefna
· Umhirða, sláttur og viðhald útisvæða
· Snjómokstur og hálkuvarnir staðarins
· Gerð verkáætlana í samstarfi við framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
· Iðnmenntun sem nýtist í starfi
· Vinnuvélaréttindi á dráttavélar og minni jarðvinnuvélar
· Frumkvæði, útsjónarsemi, sjálfstæði og góð yfirsýn
· Drifkraftur, ábyrgð og metnaður í starfi
· Sveigjanleiki og þjónustulund
· Lipurð í mannlegum samskiptum
· Góð íslensku og ensku kunnátta
· Tölvukunnátta
Starfshlutfall: 100%
Laun skv. kjarasamningi
Skálholtsstaður er einn af mikilvægustu sögustöðum landsins. Skálholtsdómkirkja er ein af gersemum Íslands sem fjöldi fólks heimsækir árlega. Í Skálholtsskóla er rekið hótel og veitingastaður og þar er fjöldi viðburða árið um kring. Fjölbreytt starfsemi er í Skálholti og samhentur hópur sem þar starfar. Um þessar mundir er mikil uppbygging og stór viðhaldsverkefni í gangi á staðnum en Skálholtsdómkirkja verður 60 ára 2023.
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á skalholt@skalholt.is
Nánari upplýsingar veitir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholts, vinsamlegast sendið tölvupóst á herdis@skalholt.is
Umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar 2022