Prestsþjónustan og val á nýjum sóknarpresti


Í gær, 10. janúar, var birt auglýsing um embætti sóknarprests í Skálholtsprestakalli. Umsóknarfrestur er um hálfur mánuður. Val á sóknarpresti gæti tekið um tvær til þrjár vikur eftir að umsóknarfresti lýkur. Rétt er þó að geta þess að núna er sóknarprestur valinn eftir nýjum reglum svo ekki er hægt að fullyrða of mikið um hvað ráðningarferlið mun taka langan tíma. Valnefnd er skipuð þannig að allar átta sóknir prestakallsins eiga einn fulltrúa í valnefnd en til viðbótar eru einn fulltrúi í Skálholtssókn, tveir fulltrúar í Mosfellssókn og tveir í Torfastaðastókn, alls 13 fulltrúar sóknarbarnanna. Prófastur er formaður og svo kemur einn fulltrúi frá Biskupsstofu sem er venjulega mannauðsstjóri eða annar sambærilegur starfsmaður.

Í undirbúningi að auglýsingu sóknarprestsins hafa sóknarnefndir prestakallsins samið þarfagreiningu fyrir kirkjulega þjónustu allra sókna og er hún ágæt lýsing á prestsþjónustunni.

Sr. Kristján Björnsson sinnir prestsþjónustu í prestakallinu til viðbótar biskupsþjónustu sinni þangað til ráðinn verður nýr sóknarprestur. Sími Kristjáns er 856 1592 og netfang er biskup@skalholt.is

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square