Nöfn umsækjenda um sóknarprestsembættið í Skálholti


Umsóknarfrestur um fjögur prestsembætti rann út mánudaginn 24. janúar. Núna er farið yfir umsóknirnar á biskupsstofu og í byrjun næstu viku verða nöfn umsækjenda birt á kirkjan.is Í framhaldi af því verður valnefnd í hverju prestakallanna köllu saman og velur hún prest en prófastur stýrir þeirri vinnu. Embættin eru sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, sóknarprestur á Blönduósi, sóknarprestur í Vík í Mýrdal og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Tvö þessara embætta eru í umdæmi Skálholts, sóknarprestur í Skálholti og sóknarprestur í Vík. Víkurprestur til fjölda ára, sr. Haraldur M. Kristjánsson, mun messa í Skálholti sunnudaginn 30. janúar kl. 11 fyrir fólk úr öllum sóknum en hann lauk farsælli þjónustu þar eystra í haust. Þannig tengjast þessi tvö prestaköll á skemmtilegan hátt núna.


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square