top of page

Messufall og kirkjuleg þjónusta á neyðarstigi almannavarna


Messufall verður í Skálholtsprestakallinu um helgina. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi verður ekki messað en reynt verður að mæta allri þörf fyrir kirkjulega þjónustu, skírnir, hjónavígslur, útfarir og aðrar athafnir innan takmarka almannavarna en auk þess sálgæsla og vitjanir. Einnig er rétt að benda á að Skálholtsdómkirkja er opin alla daga vikunnar milli kl. 9 og 18 allt árið um kring. Hingað er hægt að koma og eiga bænastund eða íhugun og tendra bænakerti á kertastjaka Áheitasjóðs Þorláks helga.


Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, annast prestsþjónustu í Skálholti þangað til nýr sóknarprestur kemur til starfa sem eftirmaður sr. Egils Hallgrímssonar, sem andaðist í júní á síðasta ári. Sími sr. Kristjáns er 856 1592 og netfangið er biskup@skalholt.is


Fermingarfræðsla, æskulýðsstarf og barnastarf verður auglýst þegar aðstæður leyfa.


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page