top of page

Messa á sunnudegi kl. 11 - margbrotinn veruleiki!


Í Skálholtsdómkirkju er kallað til messu alla helga daga og þar með alla sunnudaga kl. 11. Í dag 5. september er messan á sínum stað og tíma og þjónar sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, fyrir altari og prédikar og Jón Bjarnason, dómorganisti, leikur á orgel og leiðir sálm og messusvör. Flesta virka daga er sungin morgunbæn í kirkjunni og er hún þá alltaf kl. 9 árdegis og tekur um 10-15 mínútur. Sungin er tíðargjörð líkt og lengi hefur þekkst í kirkju á Íslandi og víðar. Verið velkomin í sparifötum eða ferðafötum og hvernig sem þið eruð upplögð. Messa er alltaf góð og uppörvandi og yfirleitt lærir maður eitthvað nýtt, annað hvort í því sem flutt er eða sagt eða eitthvað sem gerist í manni sjálfum. Messu má líkja við fallegt listgler Gerðar Helgadóttur því henni er ætlað að hleypa æðri birtu inn í okkar veruleika og lýsa tilverunni á margbrotinn hátt.

Hægt er að fá veitingar í Skálholtsskóla hjá Bjarka Sól og Gunnhildi eftir messu sem og alla daga.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page