top of page

Menning á miðvikudögum - Alla miðvikudaga í sumar kl 17:00

Menning á miðvikudegi eru menningarviðburðir í Skálholti sem boðið verður uppá

alla miðvikudaga í sumar kl 17:00 – 19:00.

Við bjóðum upp á tónleika, fræðslugöngur, fyrirlestra, óskalög við orgelið og ýmislegt fleira.


Mæting kl 17:00 við Skálholtskirkju á alla viðburði. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta!


Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.




Sjá dagskrána hér:



JÚNÍMÁNUÐUR


1.júní 2022 kl 17:00 – Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

8. júní 2022 kl 17:00 – Óskalögin við orgelið. Jón Bjarnason býður gestum að velja sitt óskalag.

15. júní 2022 kl 17:00 – Fræðsluganga um jurtagarðinn í Skálholti með Ingólfi Guðnasyni garðyrkjufræðingi.

22. júní 2022 kl 17:00 – Þorláksganga - sr Kristján Björnsson vígslubiskup leiðir fólk um slóðir Þorláks helga. Gengin er hluti Þorláksleiðar og tekur gangan um 2 klst.

29. júní 2022 kl 17:00 – Opin æfing Sumartónleika í Skálholti. Komdu og kynntu þér dagskrá Sumartónleika í Skálholti.


JÚLÍMÁNUÐUR


6. júlí 2022 kl 17:00 - Opin æfing Sumartónleika í Skálholti. Komdu og kynntu þér dagskrá Sumartónleika í Skálholti.

13. júlí 2022 kl 17:00 – Fræðsluganga um Skálholt. Bjarni Harðarson fræðir gesti sína um sögu Skálholts á sinn einstaka hátt.

20. júlí 2022 kl 17:00 – Tónleikar Den voxne kammerkor. Kórinn kemur frá Danmörku og býður upp á tónleika í Skálholtskirkju.

27. júlí 2022 kl 17:00 – Fræðsluganga um jurtagarðinn í Skálholti með Ingólfi Guðnasyni garðyrkjufræðingi.


ÁGÚSTMÁNUÐUR


3. ágúst 2022 kl 17:00 - Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

10. ágúst 2022 kl 17:00 – Fræðsluganga um Skálholt. Bjarni Harðarson fræðir gesti sína um sögu Skálholts á sinn einstaka hátt.

17. ágúst 2022 kl 17:00 - Óskalögin við orgelið. Jón Bjarnason býður gestum að velja sitt óskalag.

24. ágúst 2022 kl 17:00 - Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

31.ágúst 2022 kl 17:00 - Dauðra manna sögur – Bjarni Harðarson leiðir gesti um dauðra manna slóðir.


Kynnið ykkur tilboð á veitingum á Veitingastaðnum Hvönn - hotelskalholt.is



Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page