top of page

Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti 3. - 5. desember

Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti er einstök leið til að kúpla sig út og njóta aðventunnar með hvíld, kyrrð og næringu á líkama og sál. Sérstakt verð er fyrir hjón, sambýlisfólk eða nána vini sem vilja deila herbergi.


"Jólafasta uppá hvítt" er yfirskrift Kyrrðardaga á aðventu. Kyrrðardagarnir einkennast að íhugun og kyrrð í

aðdraganda jóla og er ætlað að búa okkur undir hátíðina í öllum skilningi þeirra orða. Þáttur í þessari dagskrá er að njóta þess að ganga til kirkju í morgunbæn og kvöldbæn alla dagana og enda svo á messu á sunnudeginum. Kristin íhugun í þessari dagskrá er í anda Thomas Keating sem samdi m.a. bókina "Leiðin heim. Vegur kristinnar íhugunar."

Hvít jól eru yfirleitt talin mjög hátíðleg en fasta uppá hvítt er áhersla á hvítmeti á jólaföstu. Þá er leitast við að taka út ákveðinn mat líkt og þegar við tökum út talið úr öllum samskiptum í þessari dagskrá.


Jón Bjarnason leikur meistaraverk aðventutónlistar á orgelið og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, og sr. Sigríður Kristín Helgadóttir leiða kyrrðina, bænahald og íhugun en sr. Sigríður mun einnig bjóða uppá viðtöl á laugardeginum.


Kyrrðardagar á aðventu geta falið í sér einstakan undirbúning fyrir sjálfa jólahátíðina og hefur reynst vera gott ráð gegn kvíða í nánd jóla. Hér er unnið með alla umgjörðina og einnig matarlistina. Athugið að skráning er á heimasíðunni Skalholt.is undir "Viðburðir" https://www.skalholt.is/.../jolafasta-uppa-hvitt...Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page