Kærleiksstund á aðventu í Skálholtskirkju - miðvikudag 7. desember kl 20:00
Fjölbreytt og falleg jólatónlist í flutningi 210 söngvara í Skálholtskirkju.
Þessir glæsilegu tónleikar byggjast á fallegri samvinnu fjögurra ólíkra kóra. Markmiðið með þessum tónleikum er að koma öllum í gott jólaskap. Tónleikarnir verða haldnir 7. desember kl. 20:00 í Skálholtskirkju.
Þeir kórar sem koma fram eru: ML-Kórinn, Vörðukórinn sem er skipaður 50 söngvurum úr Árnes og Rangárvallasýslu, Kirkjukór Kálfholtskirkju og Barnakór Grunnskólans á Hellu. Eyrún Jónasdóttir er stjórnadi kóranna en auk hennar stjórnar Kristinn Ingi Guðnason Barnakórnum.
Miðaverð: Fullorðinn-3.500kr.
12 ára og yngri-Frítt
Öryrkjar og eldriborgarar-3.000kr.
Miðar eru pantaðir í gegnum netföngin helgamj.04@ml.is og mariasi.04@ml.is
Við hvetjum ykkur kæru sunnlendingar að mæta og njóta stundarinnar með okkur.
*Allur ágóði af sölu rennur í ferðasjóð kórs ML.
