top of page

Jólatónleikar Sinfoníuhljómsveitar Suðurlands

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands verða í Skálholtskirkju 11. desember kl. 20.00. Hljómsveitin verður skipuð 50 hljóðfæraleikurum og í þeim hópi eru nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskóla Rangæinga sem fá þar með tækifæri til að koma fram með hljómsveit atvinnumanna í fyrsta sinn.

Einsöngvarar á tónleikunum verða Hallveig Rúnarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson og auk þeirra koma fram með hljómsveitinni, Barna- og unglingakór Selfosskirkju og Kirkjukór Selfosskirkju.

Stjórnendur kóranna eru Edit Molnár og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir. Konsertmeistari á tónleikunum er Greta Guðnadóttir og hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna er Guðmundur Óli Gunnarsson.

MIðasala á: https://tix.is/is/event/12305/jolatonleikar-sinfoniuhljomsveitar-su-urlands-2021/



Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page