top of page

Jólatónleikar framundan í Skálholti - 29. nóv, 11. des og 13. des.

Framundan eru nokkrir hátíðlegir jólatónleikar í Skálholtskirkju.


Glæsilegir jólatónleikar ML kórsins eru að baki, en alltaf er fullt út úr dyrum og löngu uppselt á tónleikana.


Hausttónleikar Vörðukórsins 29. nóvember kl 20:00

Miðvikudaginn 29. nóvember mun Vörðukórinn halda sínu árlegu hausttónleika kl 20:00.

Dagskráin er fjölbreytt með áherslu á haust- og jólalög. Meðal annars verður frumflutt jólalag eftir Sigurð Bragason við texta Helga Sveinssonar.

Stjórnandi kórsins er sem fyrr Eyrún Jónasdóttir og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir ásamt hljómsveit.


Sérstakur gestur á tónleikunum er Elín Jónsdóttir. Aðgangseyrir er 3000 kr, ókeypis fyrir 12 ára og yngri.


Jólatónleikar Karlakórs Selfoss mánudaginn 11. desember kl 20:00

Dagskrá tónleikanna er sérstaklega hátíðleg, sungin verða jólalög úr ýmsum áttum í nýjum og eldri útsetningum. Verið velkomin í Skálholtskirkju á aðventunni og komist í jólaskap!

Tónleikarnir eru ókeypis.Jólatónleikar Skálholtskirkjukórsins miðvikudaginn 13. desember kl 20:00

Hátíðlegir jólatónleikar Skálholtsdómkirkju. Jón Bjarnason stjórnar Skálholtskórnum. Sönghópurinn Veirurnar syngja. Jóhann Stefánsson leikur á trompet og Matthías Birgir Nardeau spilar á óbó. Margrét Hrafnsdóttir syngur einssöng en hún stjórnar einnig Veirunum.

Aðgangseyrir er 3000 kr, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Miðasala á tix.is og við innganginn.


Hægt er að smella á hlekkinn til að kaupa miða:
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page