Hringjum inn styrk til verndar Skálholtsdómkirkju


Nú er bæði hægt að hringja inn styrk í sérstakan söfnunarsíma og leggja beint inná reikning sjóðsins. Verndarsjóðurinn hefur gefið út nýtt veggspjald til að minna á þennan möguleika. Það er sama hvert símafyrirtækið er. Öll fyrirtækin taka þátt í því að öll upphæðin skili sér til sjóðsins án nokkurs þjónustugjalds.

Síminn er 907-1020 og renna kr. 2.000,- til kirkjunnar í hvert sinn sem hringt er til verndar Skálholtsdómkirkju.


Framlögin renna óskipt til endurbóta á dómkirkjunni. Vel tókst til með söfnun til viðgerða á listgluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur. Fyrir það þakkar sjóðurinn og Skálholtsstaður af heilum hug. Framundan er viðgerð á kirkjuklukkunum, endurnýjun og endurhönnun á innilýsingu og björgun bókasafnsins.


Hægt er að leggja framlög beint á reikning sjóðsins. Banki: 152-15-380808 og kt. 451016-1210 og velja upphæðina.


Í stjórn Verndarsjóðsins eru Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur og guðfræðingur, Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor Háskóla Íslands, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri og formaður Skálholtsfélagsins nýja.


Kærar þakkir fyrir framlag þitt!

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square