Hringjum inn styrk til verndar Skálholtsdómkirkju


Nú er bæði hægt að hringja inn styrk í sérstakan söfnunarsíma og leggja beint inná reikning sjóðsins. Verndarsjóðurinn hefur gefið út nýtt veggspjald til að minna á þennan möguleika. Það er sama hvert símafyrirtækið er. Öll fyrirtækin taka þátt í því að öll upphæðin skili sér til sjóðsins án nokkurs þjónustugjalds.

Síminn er 907-1020 og renna kr. 2.000,- til kirkjunnar í hvert sinn sem hringt er til verndar Skálholtsdómkirkju.


Framlögin renna óskipt til endurbóta á dómkirkjunni. Vel tókst til með söfnun til viðgerða á listgluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur. Fyrir það þakkar sjóðurinn og Skálholtsstaður af heilum hug. Framundan er viðgerð á kirkjuklukkunum, endurnýjun og endurhönnun á innilýsingu og björgun bókasafnsins.


Hægt er að leggja framlög beint á reikning sjóðsins. Banki: 152-15-380808 og kt. 451016-1210 og velja upphæðina.


Í stjórn Verndarsjóðsins eru Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur og guðfræðingur, Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor Háskóla Íslands, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri og formaður Skálholtsfélagsins nýja.


Kærar þakkir fyrir framlag þitt!

Sérvaldar færslur