top of page

Helgihald í Skálholtsdómkirkju og sóknunum í kring í nóvember


Líkt og kunnugt er féll sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur frá í fullu starfi er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í júní sl. Hann var öllum harmdauði og er hans saknað úr samfélaginu eftir áratuga þjónustu og vináttu hér í Bláskógarbyggð. Skálholtprestakall er stórt og eru hér átta sóknir, tvær kirkjur til viðbótar og einnig Sólheimakirkja og samfélag þar. Þrír grunnskólar eru í Skálholtsprestakalli og tvö sveitarfélög, Bláskógarbyggð og Grímsness- og Grafningshreppur.


Í fyrstu kom sr. Axel J. Árnason, héraðsprestur Suðurprófastsdæmis, til þjónustu hér í kallinu en hann hverfur nú til annarrar þjónustu í Víkurprestakalli í Mýrdal 1. nóvember. Síðasta messa hans í bili er siðbótardagurinn 31. október er verður í Skálholtskirkju kl. 11. Er honum þökkuð góð þjónusta á erfiðum tíma í lífi sóknarbarnanna. Sunnudaginn 24. október mun sr. Sighvatur Karlsson, annast messuna í Skálholtsdómkirkju sem hefst kl. 11. Með honum er Jón Bjarnason, organisti, en vonast er til þess að fólk komi og njóti þjónustunnar.


Svo illa vildi til að ráðningarbann hefur verið í þjóðkirkjunni síðan í sumar en sóknarnefndarfólk og fleiri íbúar hafa lagt á það ríka áherslu að þótt erfitt sé í rekstri kirkjunnar verði staða sóknarprests í Skálholtsprestakalli engu að síður auglýst laus til umsóknar hið fyrsta. Prófastur, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, hefur þegar hafið undirbúning að auglýsingunni í samvinnu við sóknarnefndarformennina átta. Er það þarfagreining og kosning í kjörnefnd prestakallsins á aðalsafnaðarfundum í öllum sóknum.


Í trausti þess að hægt verði að auglýsa þetta mikilvæga starf mun vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson, taka við þjónustunni 1. nóvember til viðbótar við sínar skyldur sem biskup. Er stefnt að því að halda því þannig fram yfir jól og áramót. Áætlun um helgihald liggur fyrir og eru messurnar í nóvember og desember þegar í undirbúningi. Lítur dagskráin þannig út:


7. nóvember 23. sd. e. trin. – Dagur herra Jóns Arasonar – Allra heilagra messa.

Skálholtsdómkirkja – Messa kl. 11 – Sr. Kristján Björnsson og Jón Bjarnason organisti.

Menningardagskrá í Skálholtskirkju um Jón Arason kl. 16


14. nóvember Næst síðasti sd. e. trin. – Kristniboðsdagurinn – Feðradagurinn

Skálholtsdómkirkja – Messa kl. 11 – Sr. Kristján Björnsson og Jón Bjarnason, organisti.

Torfastaðakirkja – Messa kl. 14 – Sr. Kristján Björnsson og Jón Bjarnason organisti.

Aðalsafnaðarfundur í Torfastaðakirkju eftir messu. Sóknarnefndin.


21. nóvember Síðasti sd. kirkjuársins – Eilífðarsunnudagur

Skálholtsdómkirkja – Ferming. Messa kl. 11 – Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og Jón Bjarnason.


28. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu

Skálholtsdómkirkja – Aðventumessa kl. 11 – Sr. Kristján Björnsson og Jón Bjarnason organisti.

Haukadalskirkja - Aðventumessa kl. 13 - Aðalsafnaðarfundur og kirkjukaffi í Hótel Geysi á eftir.

Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson þjónar.

30. nóvember Andrésarmessa postula. Morgunsöngur í Skálholtsdómkirkju kl. 9.


Verið öll hjartanlega velkomin núna þegar samkomubanni er létt af okkur í áföngum, öllum til léttis og gleði.

Rétt er að minna á að flesta virka morgna er morgunsöngur kl. 9 í Skálholtsdómkirkju.

Fljótlega verður haft samband við fermingarbörn næsta vors og þau boðuð í fermingarfræðslu á tíma sem hentar best fyrir þau. Stefnt er að fermingarbarnamóti í Skálholti í nóvember.

Æskulýðsfélagið Molarnir eru byrjuð að hittast og verða þau alla mánudaga í Gestastofunni í Skálholti kl. 20.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page